góða helgi!!!

það kom gaur áðan og keypti egils orku, þrúgusykur, strawberry smint og durex play-mixSvalur 

ég held að helgin hjá honum verði skemmtilegri en mín...........Fýldur

 


dúllídúllídúllídúll

Nú er mann bara spenntur að vita hvað hún á að heitaGlottandi

 

 


Fædd er lítil sæt sóðabrók!!!!!

Ásta og Ámi áttu litla prinsessu í morgunHlæjandijibbíjibbíHlæjandi 

TIL HAMINGJU!!!!!!!

ohh hvað ég hlakka til að sjá hanaBrosandi 

við skildum ekkert í því af hverju ásta og ámi mættu ekki í kveðjupartýið hennar sigrúnar.....hmmm kannski voru þau bara ögn upptekin.......

annars var partýið nú bara fínt. ég var reyndar ekki í neinu svakalega miklu djammstuði eeeeen ég gaf sigrúnu allavega pakka með frosk, dömu-og herrailmvötnum, smokkum, sleipiefnum og sykurpúða. Þannig að nú er hún tilbúin fyrir danmörkGlottandi

svo get ég ekki alveg valið bestu setningu kvöldsins. valið stendur á milli eftirfarandi:

"Sæl, ég heiti sigmundur - má nokkuð bjóða þér með mér á klósettið?"

                                            eða

"Veistu það vinur- þú ert bara að drepa mig úr leiðindum!"                   

(þess má geta að leiðinlegi herramaðurinn keypti eitt stykki nonnabita handa viðkomandi stúlku þrátt fyrir þessi ummæli. geri aðrir betur!!;)

hvað finnst ykkur?

knús Dísa Diggs


það er sko dugnaður í gangi!!!

haldiði að mín hafi ekki bara mætt í ræktina í gær!!! ég vildi að ég gæti sagt að ég hafi verið eiturhress en það væri kannski soldið ýkt þar sem klukkan var nú 6:45 þegar ég mætti;) en ég var nú ótrúlega fljót að hressast upp. ég keypti mér kort í perlunni og sigga(eigandinn) var voða góð við mig og ég fékk kort í tæpar 7 vikur fyrir 4000krBrosandi svo keypti ég einn einkatíma hjá henni, sem var sem sagt klukkan 7 í gær. hún gerði plan fyrir mig og sýndi hvernig ég ætti að gera æfingarnar. planið miðast aðallega við að þjálfa upp helv....hnéð á mér án þess þó að ofreyna það. svo þjálfa ég náttla aðra vöðvahópa með,  bara gott af því;)

svo er ég loksins byrjuð á verkefninu í sumarkúrsinum mínum. ég byrjaði að leggja könnun fyrir í dag. vona að það gangi vel, nenni ekki að vera í veseni með þetta langt fram eftir hausti!

knús&koss    Dísa Diggs


hellú darlings

vonin um að þessi vika yrði betri en sú síðasta varð að engu þegar ég nældi mér í þessa líka fínu gubbupestÖskrandi  en ég náði nú að hrista hana af mér! þessa stundina er ég ferskleikinn uppmálaður, nýkomin úr sundi..ohh hvað það verður gott að skríða uppí rúm:) við konný og sigrún fórum nebbla til mæju í sund í vogunum (hún er sko að vinna þar).mmmmm

svo er það bara ættarmót um helgina;) svaka stuð! er að vísu ekki alveg að nenna að keyra þangað því það er á bakkafirði. finnst nebbla ekki alveg eins mikið stuð í bíl því ég er svo gjörn á að verða bílveik...mér líður bara yfirleitt aldrei vel í bíl nema að ég sitji fram í. tek kannski bar eina koffínátín...hmmm eða lóritínSvalur

fór til læknis í dag. hann var að skoða hnéð á mér því það er búið að vera að bögga mig síðan ég ég sneri mig síðasta september. ég mundi eftir að raka á mér lappirnar áður en ég fór. ég var ótrúlega glöð að hafa munað eftir því. hann hélt að það væri í lagi með liðþófann og engin vökvasöfnun. svo ég kannski fer bara að skella mér í ræktina og þjálfa það upp.  svo minntist ég nú á það við hann hvað ég var rugluð í síðustu viku og hann var nú sammála mér um að þetta væri sennilega bara þreyta.  ég var nú samt að pæla í að segjast elska hann og gá hvernig hann myndi bregðast við. því maður er jú alveg heilbrigður þegar maður segir svona við fólk!!!

ég er með æði fyrir laginu Big Black Horse and the Cherry Tree með KT Tunstall. ég get ekki annað en dillað rassinum þegar ég heyri það. mér finnst gaman að dilla rassinum.

jæja ég ætla að fara að lúra í hausinn minn.....eða kíkja á rockstar;)

c u   Dísa Diggs


ég er svo glöð að þessi vika er búin....

ég vona að næsta vika verði skárri. ég er búin að vera svo rugluð alla vikuna að það getur ekki verið heilbrigt. fór að sofa klukkan tæplega 9 eitt kvöldið því ég var bara gjörsamlega að leka niður úr þreytu. ég var bara ekkert með fulle fem þessa vikuna...

-ég seldi einum manni lóritín í staðinn fyrir koffinátín (hann fattaði það sem betur fer) það er víst "örlítill" munur á ofnæmislyfjum og sjóveikislyfjumGlottandi

-ég var alltaf að gera vitlausar dóseringar þegar ég var að taxera lyfseðlana, ótrúlega annoying hvað heilinn á mér gat bara ekki unnið úr neinum upplýsingum.

-ég fékk oft spurningar sem ég vissi alveg svarið við en ég gat bara ómögulega munað hvað það var sem ég vissi að ég vissi.

-ég sagði stundum "landsbankinn góðan dag" þegar ég var að svara í símann, svona af því það eru aðeins 2 ár síðan ég var að vinna í landsbankanum. var eiginlega bara hætt að svara í símann í lok vikunnar...

-ég rispaði Lyfju-bílinn þegar ég var að fara með heimsendingu. strauk bílnum meðfram ruslatunnu. skil ekki hvernig ég fór að þessu. ég var ekki einu sinni að bakka!! var bara að beygjaSkömmustulegur til hamingju með bílprófið eydísSvalur

-það kom maður að afgreiðsluborðinu og í staðinn fyrir að segja "get ég aðstoðað þig?" þá sagði ég "get ég elskað þig?"  Koss skil ekki af hverju ég er einhleyp!!! I´m sooo putting myself out there!!!

díses hvað ég vona að næsta vika verði ekki svona!! að vísu endaði vikan nú vel;) fór út að borða með nils og sibbu. svo var kósí kvöld hjá mér, heiði og hildi. hildur þurfti að æfa sig að nudda og við heiður vorum svo góðar að bjóða okkur fram. heilnudd, kertaljós, tónlist með eivör og röggu gröndal, jarðaber með súkkulaði og skemmtilegar samræður við skemmtilegar vinkonur. æ hvað þetta var 100% uppskrift að notalegu kvöldiBrosandi takk fyrir kvöldið stelpur!

jæja ég held ég ætli bara að leggja mig áður en ég hitti sigrúnu og konný í kvöld. var nebbla að koma heim úr vinnunni og held mér veiti ekki af því að ná rugli vikunnar úr mér með góðum lúr;)

c u     Dísa Diggs 

 


6.sæti!!

jæja nú er maður í 6.sæti eftir 3.umferð. var nú í 10.sæti eftir 2.umferð svo þetta er nú kannski ekki svo slæmt;) ég hef fulla trú á því að þetta takist á lokasprettinum!! þá verður sko partý!!! eða kannski verður það bara í haust þegar mann er fluttur aftur í bæinn?!? það er alveg merkilegt hvað það finnst öllum langt að fara í sandgerði úr reykjavík en það virðist vera ekkert mál að fara úr sandgerði í reykjavík. merkilegt nokk....

guðrún systir og elín voru að koma heim frá USA á fimmtudaginn. það var voða gaman hjá þeim. þær gáfu mér victoria´s secret body sprey og rauðar íþróttabuxur sem eru sjúklega þæglegar. algjörar dúllur þærKoss  svo keyptu þær fyrir mig rosa flotta tösku og myndavél sem ég var búin að biðja þær um að kaupa. nú er ég algjör gella í nýju buxunum með nýju töskuna og nýju digital myndavélina mínaSvalur

svo er ég að fara í útskriftarpartý hjá jóa í kvöld. gaman gaman. 

jæja ég er að pæla í því að dunda mér við það að setja inn myndir ef ég kann það nú.....

c u   Dísa Diggs


1.sæti!!!

ég er í 1.sæti eftir 1.umferð í HM leiknum í Lyfju. það er til mikils að vinna þar sem sigurvegarinn fær ca. 80 bjóra;););) það sem mér finnst eiginlega ennþá skemmtilegra en þetta er að Móði bekkjarfélagi góði er í 32.sæti!!!! múahahaha

Annars er ekkert voðalega mikið að frétta. maður er bara að vinna og vinna.  Er að vinna í Lyfju Grindavík frá 10-14 og svo fer ég í Keflavíkina. Mér finnst svo sem fínt að vera í grindavík en ég fíla keflavík samt betur því það er svo miklu meira að gera þar. það er oft alveg ótrúlega rólegt í grindavík!! og þá líður tíminn svo hægtÓákveðinn

Hvað ætlar fólk að gera um versló?


hellúúú...

 

Það er lítið að gerast í sandí í dag. Rigning og leiðindi. Bý sem sagt í sandgerði núna í sumar, fyrir þá sem vita það ekki, því ég er að vinna í Lyfju í Keflavík í sumar. Það er mjög fínt að vinna þar en ég sakna samt soldið vinnunnar í actavis því hún var bæði betur borguð og þá var ég líka búin klukkan 4 að vinna. Í apótekinu er ég ekki búin fyrr en 6 eða 7.  Ég leigi út íbúðina mína á stúdentagörðunum. Það er SÆTUR sænskur nordjobbari í henni. Þegar ég hitti hann á flugvellinum til að láta hann fá lyklana þá gat ég varla talað við hann því ég gerði ekki annað að hugsa: “þú ert svo sætur, þú ert svo sætur” ;) mar er ekkert algjör stelpa;) hann er fæddur ´83 svo hann er tilvalin fyrir Kóngu;)

Annars var ég í brúðkaupi hjá Konný og Hannes um síðust helgi. Ekkert smá sætt. Skrýtið að það séu bara giftingar í vinahópnum. Við eru orðin fullorðin!!

Veislan var mjög skemmtileg og fólk pissaði næstum því í sig af hlátri þegar videóið frá gæsuninni var sýnt, enda var það náttla snilldardagur frá A til Ö.

Svo söng ég í brúðkaupinu. Það gekk bara furðu vel miðað við það að ég hef ekki sungið fyrir framan fólk í nokkur ár. Að vísu skalf ég úr stressi en þetta blessaðist allt saman og tókst vel. Ég söng Ást með Ragnheiði Gröndal og Nine Million Bicycles með Katie Melua, en ég samdi nýjan texta við það lag. Kannski pínku væmin en það er nú bara við hæfi í brúðkaupi. Hafiði samt pælt í orðinu “brúðkaup”…er það ekki orðið svolítið úrelt að kaupa sé brúði í dag?? Allavega á íslandi.

Anyway….ég ætla að láta textann fljóta með…

 

“Konný og Hannes”

 

Ég var skotin í þér rétt 15 ára

kyssti þig

og hver hefði trúað því

að síðan hef ég engan annann kysst.

 

Þú ert allt sem ég vil og meira til

það er satt

og ég hlakka til þess að

eyða ævi minni þér við hlið.

 

Nú ár eru liðin og margt hefur breyst

því guð gaf okkur engla

litla tvo

og svo kannski fleiri til.

 

Og í dag veit það allur heimurinn

líka þú

að í dag þú verður mín

og ég mun alltaf,alltaf vera þinn.

 

Svo eldumst við saman og leiðumst um lönd

en því skal ég þér lofa

þína hönd

leiði fram að hinstu stund.

 

Ég var skotin í þér rétt 16 ára

kyssti þig

og hver hefði trúað því

að síðan hef ég enga aðra kysst.

 

Ég mun alltaf, alltaf, alltaf vera þinn.

 

Ég mun alltaf, alltaf, alltaf elska þig.


blogga blogga bloggggg

hæ ég hef ákveðið að byrja þetta blogg á nokkrum eldri bloggum sem ég hef sett á vinkonubloggsíðurnar þar sem ég veit ekki alveg hversu dugleg ég verð að blogga í sumar og þá verður allavega eitthvað á síðunniGlottandi 

14.apríl ´06 Í gær fór ég í fermingarveislu hjá Gunnari. Konný auðvitað líka. Fín fermingarveisla. Mér leiddist ekkert voðalega mikið þar eins og er yfirleitt venjan í fermingarveislum. Það var bara fínt að sitja og tjatta inni í bílskúr. Þó lenti ég í örlitlum vandræðum. Þannig er mál með vexti að fátæki námsmaðurinn ég á bara einar “fínar” buxur, en þær eru bara ekki eins fínar og þær annars gætu verið því það er gat í klofinu á þeim. Mér fannst nú lítið mál að redda því bara með því að næla gatið saman með öryggisnælu, þið vitið svona sikkersnælu. Ég á sko fullt af þeim í mínum fjórum saumakössum. Já! Ég á fjóra saumakassa!! því móðir mín heldur alltaf í þá hefð að útbúa svona neyðarsaumakitt þegar dætur hennar flytja að heiman, ef það skyldi nú koma upp saumsprettutilefni eða annað eins. Ástæðan fyrir því að ég á svona marga er sú að ég flyt alltaf heim aftur á milli þess sem skipti um skólahíbýli. Og alltaf fæ ég saumakitt. Það var nú ekki fyrr en fimmti kassinn var að fæðast að ég hafði nú vit á að afþakka slíkan kassa, þar sem hinir 4 voru nánast ósnertir vegna þess að Guðrún systir fékk húsmóðurgenin mín og að þeim sökum er ég bara ekkert voða mikið fyrir þetta saumaves. Myndi rukka hana um genin ef ég væri ekki að stórgræða á því að hún er eins og hún er;) Algjört yndiJ En anyways, þá lenti ég nú í þeirri ólukku að týna sikkersnælunni í miðri fermingarveislunni. Hvernig fer maður að því að týna slíkri nælu án þess að hún stingi mann í rassgatið??? Mar bara spyr sig. Þar sem þetta gat var svolítið stórt þá langaði mig nú að finna næluna svo ég þyrfti ekki að vera með samanklemmdar lappir það sem eftir var af veislunni. Átti ágætt móment með Konný þar sem ég stóð með buxurnar á hælunum og sagði henni að leita að helv.. nælunni. Svoleiðis gerir maður alveg í fermingarveislum!!! Ok við vorum reyndar inni á klósetti;)  En blessuð nælan fannst ekki svo ég neyddist til að vera alveg óþolandi dömuleg það sem eftir var af veislunni svo að fólk myndi nú ekki sjá uppí það allra heilagasta. Að vísu hefði það bara sé kóngulóarvef...sökum þess hversu lítt spennandi my love life has been latelyL  hehe datt samt í smá stund í hug að helv... öryggisnælan hefði kannski farið uppí u know what hole;) þá væri nú kannski komin annar póll í hæðina í umræðunni um öruggt kynlíf;););)

Jæja verð að halda áfram að læra    pís át Dísa Diggs;)

 ?? apríl 2006 Ég var í mjög skemmtilegum svona hálfgerðum show & tell tíma upp á landsspítala áðan. Ég  er nefnilega í kúrs sem heitir Samþætt sjúkdóma-og lyfhrifafræði og mér finnst hann mjög skemmtilegur og það sem er sérstaklega skemmtilegt er að sá sem kennir flesta tímanna er lungnasérfræðingur og er alveg svakalega sætur og mikið krútt ;) mmmmm;) anyway þá byrjaði tíminn á því að við héldum smá fyrirlestra um hin ýmsu krabbameinslyf sem við lásum um í lyfjafræðitímaritum. Það var mjög áhugavert og það er mjög gaman að sjá hvað öllum hefur farið fram í að tala um svona hluti fyrir framan hóp af fólki. Við höfum verið að gera mikið af þessu í vetur og fólk er næstum því farið að gera þetta eins og að drekka vatn. Ég finn t.d. mikinn mun á mér núna heldur enn fyrr í vetur því ég geri mér miklu betur grein fyrir því hversu vel undirbúin ég þarf að vera þegar ég held svona erindi því oft fær maður spurningar sem krefjast þess að maður þarf að vera búin að kynna sér efnið vel. Mér fannst líka gaman að sumt vorum við að kynna fyrir lækninum í fyrsta sinn...finnst það eitthvað svo fullorðins;)  En svo fórum við að skoða hvar krabbameinslyf og næringarmixtúrur eru blandaðar í apótekinu á landsspítalanum. Það var mjög áhugavert að sjá hversu miklar varúðarráðstafanir þarf að gera bæði til að hindra örverusmit til sjúklinga í næringarmixtúrunum og líka til að vernda starfsmenn sem eru að blanda krabbameinslyfin því flest þessarra efna eru náttúrulega algjört eitur og sum eru jafnvel krabbameinsvaldandi.  Það sem mér fannst langskemmtilegast að skoða var vefjarannsóknastofan. Þar eru t.d. lík krufin, útlimir rannsakaðir og ýmis vefjasýni skoðuð. Það var reyndar ógeðsleg formalín lykt þarna inni því það er notað til að hindra að líkamspartar rotni. Við skoðuðum leg sem nýbúið að taka úr konu, það er ekkert smá lítið og ómerkilegt að sjá! Það er ótrúlegt að svona lítill hlutur skuli geta valdið svona miklum kvölum í hverjum mánuði!!Svo sáum við lunga úr reykingamanni. Shiiiiiiiit!!! Ok maður hefur alveg séð myndir af þessu en það jafnast bara ekkert á við að sjá þetta svona í alvöru. Þetta var meirihlutinn af öðru lunganu og í því var æxli á stærð við tennisbolta. Það geðveikt skrýtið að sjá það og það var grjóthart. Svo var lungað allt svart af sót!!  Pælið í því ef það myndi kvikna í eldhúsinu ykkar og það væri allt svart af sót eftir það. Myndi ykkur bara finnast allt í lagi að hafa eldhúsinnréttinguna ykkar svona það sem eftir er??? Þetta var svo ógeðslegt!!!!!!! Sorry ef ég móðga einhvern en fólk sem reykir eru FÍFL!!!!!  Þegar við komum svo út þá var líkbíll að bakka upp að húsinu og var sennilega ða fara að ná í lík sem búið er að kryfja eða á eftir að kryfja. Svo þegar bílstjórinn steig út úr bílnum þá sá ég að þetta var gaurinn frá útfarastofu suðurnesja. Veit ekki af hverju en mér fannst það vera eitthvað scary. Eitthvað svo raunverulegt. Eitthvað svo “kannski nær hann einhvern tímann í mig eða einhvern sem ég elska þangað og leggur nákvæmlega í þetta stæði”.Hmmm best að hætta þessu.... 

Pís out Eydís pæja ;)

 23.apríl 2006 Ég nenni ekki að læra. Mér finnst leiðinlegt að vera í próftíð. Maður tjúnnast allur upp og verður ótrúlega steiktur í hausnum. Sennilega sökum einhvers system overlaoad þar sem heilinn er engan veginn vanur því að hugsa svona mikið á einu bretti. Svo er eins og allir gallar sem maður hefur magnist upp. Meira exem,meiri bólur (ó joy) og allir kækir verða óþolandi. Eins og t.d. að ég verð alltaf að hafa eitthvað í höndunum til að fikta í, hræra, hrista eða hvað annað. Í prófunum í fyrra fór ég að dangla í hausinn á mér með reglustiku úr tré. Bara svona á meðan ég var að lesa. Áður en ég vissi af þá var danglið orðið svo fast að ég var komin með hausverk. Ég ákvað að hafa engar reglustikur á borðinu í þessari próftíð.  Í gær var ég að lesa um orma-og sníkjudýralyf og mig var farið að klæja allsstaðar og fannst punktarnir á blaðinu mínu færast úr stað. Ojj.Í dag var ég að lesa og mundi ekki hvað orðið synergismi þýddi. Ég var voða samviskusöm og strikaði undir orðið með rauðum lit og ákvað að ná í orðabókina mína og fletta því upp. En á leiðinni inní geymslu, þar sem orðabókin mín er, þá tókst mér að gleyma af hverju ég stóð eiginlega upp. Það er sko hægt að ganga frá enda til enda í íbúðinni í 10 skrefum (mældi það sko), svo upplýsingarnar eru nú ekki lengi að leka út, eða ca. 3 skref. Nú svo ég ákvað bara að vaska upp því jafnvel það lítur vel út í próftíð. Og þurrkaði af. Og ryksugaði. Svo þegar ég var búin að þessu öllu þá settist ég nú niður til þess að halda lærdómnum áfram. Þá sé ég orðið synergismi sem ég mundi ekki hvað þýddi og var búin að strika undir það með rauðum lit.........hmmm best að fletta upp í orðabók!!!Og ég er með túrverkiLPís át Dísa Diggs p.s. synergismi er starfsmögnun eða samvirkni þannig að heildaráhrifin verða meiri en samanlögð áhrif hinna einstöku þátta. Svona ef ykkur langaði til að vita það;) það er einmitt það sem gerist þegar við tökum lyf eins og Primazol við þvagfærasýkingu. Þá virka súlfametazól og trimetaprim á 2 mismunandi ensím í lífsamtengingarkeðju bakteríunnar og hafa þannig mun meiri áhrif heldur en ef efnin væru gefin eitt og sér því þá virka þau bara á eitt ensím;) geðveikt sniðugt;) þannig að næst þegar primazol gerir kraftaverk þá getum við sagt: “guði sé lof fyrir synergisma” og við þurfum ekki að fletta því upp í orðabók!!

Jæja fara að læra kannski.........................

 

 

3.maí´06SælarJæja nú er næsta próf hjá mér á laugardaginn í lyfjagerðarfræði. Er ekki alveg að nenna að lesa þessa stundina. Finnst það bara einhvernveginn mun mikilvægara að láta mig dreyma um eitthvað allt annað en gæðakröfur, töfluslátt, granuleringu, smurefni og deyfilyf fyrir tígrisdýr (sem ég leyfi mér nú að efast um að ég muni nokkurn tímann nota). Þessa dagana er ég alltaf að ímynda mér að ég búi í lítilli íbúð á Santorini með draumaprinsinum mínum og gerði ekkert annað en að skrifa skáldsögu og borða ávexti og súkkulaði allan daginn.mmmmmmm. Hólí mólí það er bara mánuður í fyrstu giftinguna í vinahópnum....mar er orðin svo fullorðin. Ég vildi samt stundum óska þess að þetta væri svona amerískt brúðkaup þar við vinkonurnar værum brúðarmeyjar í ógeðslega ljótum ferskjulituðum kjólum með stórri slaufu á rassinum. Þá myndi ég líka fá að kyssa myndarlegasta brúðarsveininn eða hvað sem þetta er nú kallað. Díses það er spurning um að fara á ærlegt djamm um leið og prófin eru búin og redda þessu einsemdarástandi...hmmm...bíddu við jú við erum sko að fara á djammið um leið og síðasta prófið er búið;););) gæsi gæsi gæsi!!!!! Verð að muna eftir að ná í vegabréfið, dollara, sterlingspund og evrur, fara í bikiní vax, kaupa líftryggingu, læra að spila black jack, fá stífkrampa sprautu, kaupa deyfilyf fyrir tígrisdýr (hey!! ég mun kannski nota það eftir allt saman!!), fá mér bol og buxur í felulitunum, gummístovler, bláa og rauða spreybrúsa, 9 nælonsokkabuxur og rifja upp atriði í stellu í orlofi sem ég er búin að gleyma.  Shit mar ég hef bara ekki tíma til að vera í prófum! 

Pís át    Dísa  Diggs;)

 9.maí´06ohh hvað ég dýrka þegar það er svona molla yfir borginni. Einhvernveginn svona dularfullt mistur sem heldur hitanum við jörðina og manni líður eins og maður sé í útlöndum því loftið og vindurinn eru ylvolg. mmmmmmannars er ég nú að reyna að myndast við að læra þar sem ég er að fara í próf á morgun en ég verð nú að viðurkenna að ég hef nú oft verið ferskari. Er samt búin með tvo kaffibolla. Snilld að hafa svona fína kaffivél í 10-11 á fyrstu hæðinni-mann getur alltaf fengið sér mismunandi tegundir af kaffi. Held að þennan “mikla” ferskleika megi reka til þeirrar staðreyndar að ég var að læra til rúmlega 3 í nótt. Ég bara gat ekki sofnað svo ég ákvað að nýta tímann í að læra. Samt soldið absúrd að geta ekki sofnað og vera að lesa um svefn, svefnvenjur og svefnlyf!Í gær hélt ég í nokkrar sekúndur að ég hefði loksins fengið draum minn uppfylltan um að geta ferðast um tímann. Komu svona 4 auglýsingar í röð í útvarpinu um að allar verslanir bónus væru lokaðar þann 1.maí og ég hugsaði “yesss það er bara fyrsti maí sem þýðir að ég hef 5 daga til að læra fyrir próf sem ég er búin að fara í !!”  en sá draumur flaug jafnfljótt út um gluggann eins og hann kom út úr útvarpinuLÍ gær grillaði ég. Ég hef nefnilega haft uppi miklar morðhótanir við nágranna mína undanfarnar vikur vegna þess hvað þeir eru duglegir að grilla. ok ég bý reyndar í blokk við hliðina á nokkrum blokkum svo það tæki kannski tíma að uppræta alla sökudólgana þar sem nágrannar mínir eru ansi margir. En góða hliðin er sú að ég þekki þetta fólk ekki neitt svo ég myndi bara ekkert sakna þeirra þó þau hyrfu.múhahah. Fólk verður bara að átta sig á því að það er ekki hægt að halda einbeitningu í lærdómi þegar grilllyktin fyllir vitundin og maður veit það mætavel að þetta er ekki lyktin af ristabrauðinu sem maður er að fara að borða. Svo ég keypti mér grillkjöt í gær til þess að vera nú einu sinni sú sem allir aðrir öfunda. Ég á að vísu ekki grill svo ég náði mér bara í fjöltengi og skellti george foreman grillinu mínu út á svalir. Fékk mér bjór og borðaði þessa fínu grillsteik;);)Jæja best að fara að lesa um getnaðarvarnir. Ekki það að ég þurfi eitthvað prívat og persónulega að vita hvernig þær virka (ég er ekkert bitur) heldur vegna þess að það verður sennilega spurt um þær á prófinu á morgun!

 

16.maí´06 Takk fyrir síðast ;) ég skemmti mér alveg voðalega vel!Þessa stundina er ég bara að njóta þess að vera búin í prófum og einbeiti mér að því að gera ekki neitt.mmmm lífið er ljúft þessa daganaJ í gær hitti ég lyfjafræðistelpurnar á vegamótum. Þetta er orðin svona hefð hjá okkur að fara á vegamót öðru hvoru. Ég fékk mér humarpizzu og shit hvað hún var góð!!!!!!!!!!!!!! Ég mæli sko 320% með þessari pizzu ef þið farið á vegamót. Nammi nammi nammi nammJÉg hugsa að dagurinn í dag fari í það að þrífa íbúðina mína.....ef ég nenni því. Hef varla þrifið eða þvegið þvott síðan prófin byrjuðu....not pretty. Annars hefur þessi próftíð einnkennst af stóru,gráu joggingpeysunni minni, rauðu kvartbuxunum sem ég keypti á útimarkaði úti á spáni (konný og mæja keyptu sér líka svoleiðis), kaffi í pappaglösum úr 10-11 (því mér finnst kaffið í vélinni þeirra svo gott), baby gulrótum og auðvitað nammiógeð líka. Svo stútfyllti ég tölvuna mína af tónlist með Coldplay, Teddy Geiger, José Gonzales, Jeff Buckley, Ragnheiði Gröndal, Norah Jones og Imogen Heap. Þessi playlisti var á repeat alla próftíðina og ég er samt ekki komin með leið á þeim-ég elska þau alveg jafn mikið og þegar ég heyrði í þeim fyrst;) Í gærkvöldi náði ég mér í lagið Girl next door með Saving Jane. Það er svo ótrúlega skemmtilega bitur texti í þessu lagi. Er að hlusta á það núna á repeat, ég á það svolítið til að nauðga lögum þegar ég fíla þau. Hlusta á þau daginn út og inn.En jæja ég er að pæla í að fara með allar dósirnar í sorpu og fá pening fyrir þær J ekki veitir af þessa dagana.... 

Pís át    Dísa Diggs

  

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband