Færsluflokkur: Bloggar

Tilraun tólf...

...til þess að blogga! Hef ekki getað vistað færslurnar mínar þegar ég er búin að skrifa þær, mega pirrandi!!!!

Annars er voða lítið að frétta af minni. Komst að því á föstudaginn að þegar mann er þreyttur eftir vinnudaginn (vikuna) og borðar bara froot loops í kvöldmat, þá þarf mann bara 2 stóra bjóra til þess að verða vel hífaður;) Þessi vísindalega tilraun tókst svo vel að ákveðið var að gera samanburðartilraun á laugardeginum. Eftir að hafa aðeins borðað ravíólí með aspas, má koma niður þó nokkrum lítrum af Cuba Libre og vera samt "nokkuð góður". Ekki skemmdi fyrir að drykkirnir þetta kvöldið voru í boði Yossefs vinar okkar, þar sem við vorum í kveðjupartýi hjá honum áður en hann hélt til Evrópu í dag til þess að vinna skemmtiferðaskipi. Díses það eru allir vinir okkar að flýja land:(

Valentínusardagurinn setti svip sinn á miðbæinn á laugardaginn. Allir veitingastaðir og skemmtistaðir voru skreyttir rauðum hjörtum og rauðum hjartablöðrum. Svo voru líka mjög margir sem fóru í rauðu út á djammið. Ég fór í rauðu Mínu Mús skónum mínum;) Við Eygló fengum enga valentínusargjöf eða kort:( En fínt kvöld engu að síður;) Fórum út að borða og áttuðum okkur á því þegar við vorum sestar að við vorum umkringdar helvítis hamingjusama pakkinu sem öll fengu kort og hjartalaga súkkulaði. Það er líka allt í lagi. Þau verða bara feit!

Besos!


hey var ég búin að segja ykkur að....

....við Eygló erum hávaxna fólkið í vinnunni;) 

.... í vinnunni eru bara til hanskar í stærðunum S og M. Þarf ekki stærra;)

....karlmenn hér eru í fullkominni hæð til þess að stara á brjóstin á manni þegar maður mætir þeim úti á götu. Ég meina það er ekki eins og maður geti skammað þá fyrir að horfa beint áfram:/

....við kaupum mjólk í pokum því hún er ódýrari en mjólk í plastbrúsum

....það kostar minna en 10kr að kaupa 4 nýbökuð, volg og góð brauð

....þar sem prins póló og séð & heyrt eru í hillunum hjá afgreiðslukössunum í Bónus, eru eggjabakkar í súpermörkuðunum hér

....í búðunum eru þjófavarnir á þremur vörutegundum og engum öðrum: vínflöskum, Red Bull og þurrmjólkurdufti.

....ég er orðin furðulega vön því að í hvert skipti sem eitthvað rafmagnstæki er sett í samband, kemur blossi og á góðum degi fær maður smá stuð;)

....spænska orðið "salud" þýðir heilsa. Eins og flestir vita er þetta orð notað þegar fólk skálar á spænsku. En þegar maður hnerrar þá segir fólk líka "salud", í staðinn fyrir "guð hjálpi þér" á íslensku.  Svo ég get nú ekki betur séð en að guð sé að hjálpa manni að stuðla að betri heilsu með því að láta mann skála sem mest og oftast;);)

Djamm í kvöld krakkar;););)

SALUD!!!!


Salud!

Síðasta laugardag fór ég í skrýtnustu læknisskoðun sem ég hef nokkru sinni farið í. Flest stór fyrirtæki hérna fara fram á að þú sért með skírteini upp á það að þú sért heilbrigð. Við Eygló fórum að sækja um slíkt skírteini á laugardaginn.

Byrjuðum á því að fara blóðprufu en áttum okkur ekki alveg á því hvað sé eiginlega ræktað úr þessum sýnum því rúmri 1-2 klst. síðar vorum við búnar að fá skírteinið í hendurnar. Vísindateymið ekki alveg að gúdddera þetta….

Nú svo fórum við í tannskoðun sem fólst í því að telja fjölda tanna sem voru viðstaddar í efri og neðri gómi. 28 tennur viðstaddar, 14 í efri gómi og 14 í neðri gómi. 4 jaxlar fjarverandi;)

Svo var viðtal hjá lækni, sem spurði hvernig mér hafi liðið síðastliðna viku, hvort ég hafi fengið berkla og svo hlustaði hún á lungun í mér. Fyrir þetta “erfiði” fengum við skírteini upp á topp heilsu;) ekkert peningaplokk í gangi hér!

Annars virðist okkur ætla að takast það seint að fá atvinnuleyfi hér á bæ. Nú vilja þeir fá stimpil á öll skjölin okkar frá perúska konsúlatinu á Íslandi, sem er ekki til!!!!

FÁVITAR!!!


Ókeypis ráð! bara fyrir ykkur;)

Ef svo óheppilega vill til að snjóhvítur Íslendingur brennur í suður-amerískri sól, er verulega gott að fjárfesta í body lotion til þess að draga úr þeim skaðlegum áhrifum sem slíkur bruni kann að valda.

Vert er þó að hafa í huga að skoða vel það body lotion sem einstaklingurinn kaupir og gæta þess að það innihaldi ekki brúnkukrem;)

Væri það nú kannski ekki svo mikið stórslys nema ef grunnhúðlitur fólksins í landinu sem þú býrð í, er u.þ.b. 10 sinnum dekkri en þinn og þar af leiðandi taka brúnkukremin mið af þeirri staðreynd!

En appelsínugult er bara heví töff litur krakkar!!!

 


komin heim;)

Chile var yndislegt! Vorum í litlum strandbæ sem heitir Arica og er rétt við landamæri Perú. Eftir 20 tíma rútuferð og 2 tíma landamærabasl vorum við loksins komnar til Chile í tveggja daga "holiday". Gerðum nú voða lítið annað er að rölta um bæinn og skoða, hafa það gott, fara á ströndina, hafa það gott, drekka bjór, hafa það gott, drekka kokteila og hafa það gott;) að vísu var aðeins of heitt því hitinn var um 35° og við brunnum þrátt fyrir sólavörn 30:/ en þetta var bara fín ferð og við fengum 6 mánaða landvistarleyfi í Perú svo tilganginum með ferðinni var náð;)

Þegar við komum heim á laugardeginum, fórum við strax í það að versla fyrir matarboð um kvöldið. Vorum búnar að bjóða fólki í mat áður en við vissum að við værum að fara til Chile og við vildum nú ekki fara að hætta við. Helgi (ma-ingur) og írskur vinur hans komu þann dag og voru hjá okkur fram á þriðjudag. Að sjálfsögðu var aðeins kíkt út á lífið;) þetta kvöld var alveg fáránlega skemmtilegt! Það er að vísu svolítið erfitt að lýsa atburðum kvöldsins því þetta voru oft svolítið "had to be there" augnablik en...

Helgi: no this is so 2006!

Breskur dvergvaxinn gaur: what did you say? I´m a dog with two dicks??

 

Írinn ákvað einhverra hluta vegna að stela blómapotti af veitingahúsi og fara með það heim. Hann var hinsvegar stoppaður af löggunni og þegar honum gekk eitthvað illa að útskýra fyrir þeim að hann væri ekki að stela blóminu til þess að fara að reykja það, þá ákvað ég nú að hjálpa greyinu. ég náði að útskýra fyrir löggunni, Á SPÆNSKU;), að hann væri "loco" því mamma hans væri hórumamma og pabbi hans væri forseti. Ekki spurja mig af hverju ég kaus að gefa löggunni þessar útskýringar! hef bara ekki hugmynd! þeir slepptu honum svo þeir hafa greinilega verið sáttir við þessar skýringar;) hehe

besos

p.s. Eygló er að reyna að setja inn myndir;) vonandi tekst það!


Chile á morgun bebí;)

jamms við systur þurfum víst að skella okkur til Chile í nokkra daga til þess eins að geta fengið nýja og ferska vegabréfsáritun þegar við snúum aftur til Perú. Ekki misskilja mig, alveg til í að kíkja til Chile og svona, eeeeen hef bara ekki beint efni á því þessa stundina;) Á morgun förum við sem sagt með rútu til Tacna, sem er alveg syðst í Perú. Sú ferð tekur rúma 20 klukkustundir. Þaðan tökum við síðan lest eða rútu til Arica í Chile, þar sem við ætlum að eyða 2 dögum í að sóla okkur og jafnvel prófa að surfa, eða fara á brimbretti eins og á víst að segja á íslensku;) Svo komum við til baka til Lima á laugardaginn.

Ég er ennþá veik heima. Konurnar í vinnunni skömmuðu Eygló fyrir að hafa ekki farið með mig á sjúkrahús og skipuðu henni að hringja í mig til að gá hvort það væri í lagi með mig;);)Alveg verið að passa uppá blessuðu útlendingana;)  Eins gott að ég verði orðin skárri á morgun þegar ég fer í rútuna!!!

knús til ykkar

reyni að blogga frá Chile;)

 


ojjj....

...um daginn fann ég skær skær neongræna lirfu í salatinu mínu og brást ég að sjálfsögðu við því með viðeigandi skríkjum og oj-um. John sagði mér að slaka bara á maður, þetta er bara náttúrulegt!! Svona þykir greinilega ekki mikið mál í frumskóginum;)

...jæja þá er komin helgi og Eydís er veik í mallakútnum sínum. Ætli þetta verði fyrsta "fríhelgin" síðan við komum til Perú????  æ nei nei við sjáum til með það á morgunWink  það var nú meira en að segja það að fara veik heim úr vinnunni. Ekki það að ég hafi ekki mátt fara heim sko því það sást alveg að ég var veik. Heldur þorðu konurnar í vinnunni ekki að senda mig eina heim. Ég fékk að fara heim með því skilyrði að hringja í þær þegar ég kæmi heim og ég lofaði þeim að hringja í Cristhian ef ég versnaði. Æ þær eru svo sætar en jesús hvað þær létu eins og ég væri að deyja hehe;)

 

 


Fiesta a mi casa;)

jæja þá er maður komin aftur í rútínuna eftir Cusco ævintýrið;) Það er nú voða þægilegt en djöfull var það erfitt! Við vorum þreyttar í vinnunni nánast alla vikuna.

Á föstudaginn fór rafmagnið af í vinnunni. Það skapast alltaf svo sérstök stemning í rafmagnsleysi, það getur enginn gert neitt og fólk var bara að kjafta saman og borða bananasnakk. En díses hvað það er ógeðslegt þegar það er engin lofkæling í svona lokuðu rými. Svitalykt, rauð í framan og fötin límast við hann......nasty!

Eileen, ísrska stelpan sem var með okkur í Cusco, kom til Lima á miðvikudaginn. Hún gistir hjá okkur og það er ekkert smá ljúft að koma heim úr vinnunni og það er bara búið að elda hinn fínasta kvöldmat fyrir mann;) Sögðum henni að hún mætti endilega vera eins lengi og hún vildi, fínt að vera komnar með ráðskonu;)

Við þrjár fórum út í gær með John, Tamy frá Ísrael, stelpu frá Argentínu og strák frá Kólumbíu. Það var mjög gaman en djö.. hvað ég er svo innilega ekki komin uppá lagið með það að dansa eins latínó stelpur. Hélt sko að ég væri nú orðin ágæt en svo hætti ég snarlega við þá hugsun þegar ég sá John og argentínsku stelpuna dansa saman!! My hips just won´t move like that!!

Ég er alltaf að reyna að gera heiðarlegar tilraunir til þess að tala spænsku í vinnunni. Með verulega misgóðum árangri þó........ Ég var t.d. svo ánægð með að það væri föstudagur að vinnufélagar mínir tóku eftir því og spurðu mig hvort ég væri að fara að skemmta mér. Ég sagði já og þegar ég var spurð hvað ég ætlaði að gera þá reyndi ég að útskýra fyrir þeim að það væri pínu partý heima hjá mér áður en við héldum áfram í annað partý. Og þegar ég segi "pínu" partý þá meina ég heilar 5 manneskjur;) En svo þegar 2 vinnufélagar voru búnir að spurja mig klukkan hvað partýið byrjaði þá áttaði ég mig á því að ég væri búin að bjóða 15 manns í partý án þess að vita af því...... dóó! Svona er maður líka agalega sleipur í spænskunniFootinMouth  Ég náði nú að leiðrétta þetta áður en mikill skaði var skeðurWink

Ást og friður

p.s. Svo virðist vera að íbúar Lima séu að búa sig undir heimsókn frá Ronju Rán Eiriksdóttur og hafa nú þegar hafið tappasöfnun;)

26.des 001


Gleðilegt ár elskurnar mínar!

...jæja þá er nágranninn loksins búin að tengja netið hjá sér aftur. Hann var sennilega í einhverju djös fríi og var ekki mikið að taka tillit til þess að við þyrftum nú kannski að nota internetið hans á meðan;)

25. des 252

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólin voru skrýtin en notaleg engu að síður. Unnum til 13 á aðfangadag og fórum svo heim eitthvað að dunda okkur. Hlustuðum á jólalög og reyndum okkar að besta til að komast í jólafíling. En það nú bara soldið erfitt þegar það er tæplega 30° hiti úti og enginn úr fjölskyldunni nálægt! En við borðuðum nú smákökur sem mamma sendi okkur og það gaf deginum nú allavega smá jólabragð;) Fyndið hvað mig vantaði alveg rosalega að heyra jólakveðjurnar í útvarpinu, það er bara eitthvað svo heimalegt og "jólin eru alveg að fara að koma" legt;).

Cristhian sótti okkur svo um 9 leytið og við fórum heim til systur hans. Það var voða notalegt þar og vinalega tekið á móti okkur. Um 11 leytið voru börnin vakin til þess að taka upp pakkana en systir hans á 2 ára þríbura sem eru engar smá dúllur!!! Þau voru að vísu svo þreytt greyin að þau höfðu bara orku í að taka upp 2-3 pakka og fóru svo að sofa aftur.

Klukkan 12 á miðnætti skullu jólin á eins og klukkan 6 á Íslandi og allir óskuðu hverjum öðrum gleðilegra jóla og þá fórum við út og sprengdum nokkra flugelda, sem okkur fannst nú svoldið skrýtið því mann tengir nú ekki beint flugelda við jólin;).

Borðuðum um 1 leytið þvílíkt góðan mat en það er samt soldið erfitt að borða svona þunga máltíð svona seint að kvöldi. Fengum kalkún, grillkjöt, sætar kartöflur, salat og svo eitthvað perúskt mauk sem ég er nú ekki alveg með á hreinu hvert innihaldið var. En namm hvað maturinn var góður;)

Eftir það opnuðum við pakkana. Systir Cristhians gaf okkur eyrnalokka eftir frægan perúskan hönnuð og mamma hans gaf okkur skartgripabox. Ekkert smá sætt af þeim að gefa okkur jólagjafir þrátt fyrir að vera að hitta okkur í fyrsta skiptið! Vorum komnar heim um 3 leytið.

Jóladagur fór svo bara í almenna leti eins og hefð er fyrir á þeim degi;) Vantaði samt hangikjötið! Held við höfum hins vegar borðað dýrindis samlokur;)

Þann 26.des unnum við til tæplega 19 og fórum svo í afmæli hjá Yossef vini okkar á flying dog hostelinu. Þar var ókeypis áfengi og þarf því ekki að taka það neitt sérstaklega fram að þar var verulega gaman;)

29.des var svo haldið til Cusco ásamt Claudiu. Eftir aðeins 22 klukkutíma í rútu vorum við komnar til Cusco og ég fann strax að þunna loftið hafði mikil áhrif á mig. Cusco er fyrrum höfuðborg Inkanna og er lengst uppi í fjöllum í 3300 metra hæð yfir sjávarmáli. Eftir því sem við komum ofar fór ég að fá meiri og meiri hausverk, blóðnasir og stöðugt blóðbragð í munninn. Mér var líka pínu flökurt en var sem betur fer ekki ælandi eins og margir. Ég eyddi því fyrsta deginum í rúminu því mér leið betur ef ég var liggjandi.

31.des gat ég loksins aðeins skoðað Cusco og við heimsóttum bandarísku stelpurnar sem við þekktum síðan við gistum allar á flying dog. Þær eiga heima langt uppí fjalli og við héldum að við myndum deyja á leiðinni þangað upp!!! Borgin er náttla öll upp á móti og ekkert endilega hægt að taka taxa á alla staði því oft eru göturnar ekki gerðar fyrir bíla. Þetta er yndisleg borg og mjög falleg en vá hvað ég er bara alls ekki viss hvort ég myndi geta búið þarna.

Gamlárskvöld sjálft var mjög skemmtilegt. Við Eygló lögðum okkur til þess að hafa orku fyrir kvöldið og klukkan 7 réðst Caudia inn með eitthvað gult pappírsdrasl sem hún henti yfir okkur eins og vitleysingur og 2 flugelda til að við gætum fagnað áramótunum á Íslandi;) Guli liturinn boðar lukku á nýju ári og hér er hefð að vera í gulum nærbuxum um áramótin;) Ef þú ert að fara að ferðast á árinu þá áttu að hlaupa um aðaltorgið í gulum nærbuxum með ferðatöskuna þína og þá munu ferðalögin verða góð. Við létum nú eiga sig að gera þetta.:)

Um kvöldið var svo partý á barnum á hostelinu sem heitir því skemmtilega nafni "The Horny Llama". Mjög góður dj og góð stemmning. Á miðnætti fórum við svo niður á aðaltorg í okkar verulega fallegu regnslám því það var mígandi rigning! (regntímabilinu lýkur ekki fyrr en í mars). Þar týndum við Claudiu og var vonlaust að reyna að leita að henni. Restinni af kvöldinu eyddum við á einhverjum pöbb með Eileen, írskri vinkonu okkar. Þar hefur greinilega verið gaman því ég náði að glata myndavélinni minni og fá stóra kúlu á hausinn. Veit ekki.......

Nýársdegi eyddum við í leti með Eileen, fórum á kósí veitingastað og vorum staðráðnar í því að djamma þetta síðasta kvöld okkar í Cusco þrátt fyrir að höfuð og magi hafi ekki beint verið á sama máli. Ég náði nú að koma nokkrum drykkjum niður en ég gafst upp um 3:30 og fór heim;)

Nú ligg ég nú bara heima í leti, ennþá hálf þunn og þreytt eftir stífa dagsskrá í Cusco og 22 tíma rútuferð heim.

Erum búnar að setja inn myndir frá desember á myndasíðuna okkar. Myndir frá Cusco koma vonandi fljótt, þarf að fá myndir hjá Claudiu og Eileen:)

fjúff hvað þetta er löng færsla! Verið nú dugleg að kommenta elskurnar og líka þið sem kommentið ALDREI!!

Besos


Það eru ekki bara helvítis bílaþjófavarnir!!!!

Heldur er það líka djös spiladós sem hangir utan á húsi nágrannans og spilar jólalög ALLAN  sólarhringinn!! Og svona spiladósir eru ekkert falskar neittAngry

Fyrir utan þessa hávaðamengun er nú bara allt gott að frétta. Við Eygló erum alltaf dauðþreyttar þegar við komum heim úr vinnunni enda soldið mikil viðbrigði að fara allt í einu að vinna 10 tíma á dag eftir svona langt frí;) 

Ég er ennþá soldið eins og álfur í vinnunni stundum og veit ekki alveg hvað ég á að gera, en svoleiðis er það nú yfirleitt í nýjum vinnum.  Í dag fékk ég að gera Karl Fischer mælingu á Aciclovir;)

Nú er leynivinavikunni á rannsóknarstofunni lokið.  Leynivinur minn var stelpa sem ég er að vinna með á hverjum degi í hráefnamælingunum.  Hún gaf mér agalega flott veski og við Eygló fengum eiginlega samviskubit yfir því að hafa bara gefið leynivinum okkar eitthvað nammirusl því það voru allir að gefa einhverjar svaka gjafir:/.

Heppilegt að hún skyldi gefa mér veski því nú þarf Netto vinur minn ekki að skammast sín lengur fyrir veskið sem ég er alltaf með;)

Hann sagði nefnilega við mig um daginn; "Eydís ég ætla að gefa þér veski í jólagjöf!"

Ha? Nú?

" Já veskið þitt er nefnilega ókvenlegasta veski sem ég hef séð!" 

uhh ok

Svo fáum við loksins okkar eigin internettengingu og kapalkerfi á sunnudaginn;)  Cristhian fór með okkur í gær og hjálpaði okkur að gera samning við símafyrirtækið. Og hann var gjörsamlega að springa úr stolti því ég gat sagt afgreiðslukonunni símanúmerið mitt á spænsku;) æ hann er svo mikið krútt þessi elska;)

 

Jæja best að fara að koma sér í háttinn!

Besos


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband