Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
HOT HOT HOT
Mánudagur, 30. október 2006
helgin var nú ekki eins afkastamikil eins og ég hefði viljað...er að kúka upp á bak með þessa ritgerð djöfull langar mig að vera að gera eitthvað allt annað í lífinu þessa stundina!!!!
við jakob minn eru loksins orðin sátt aftur það þurfti nú að tala hann mikið til en það tókst á endanum. hann fór nebblega ekkert í gang í síðustu viku, sem er mjög óvenjulegt fyrir hann. vanalega er hann bara fúll á móti á morgnanna og aldrei 2 morgna í röð. en núna var hann bara alveg död. það hafði meira að segja engin áhrif á hann þegar Gugu Lind kom á stóra stóra jeppanum sínum og gaf honum start.... það var sko ekki hægt að kaupa kauða með fallegri stúlku og stórum jeppatrukki. ó nei!!!
svo birtust mamma og pabbi bara ás laugardeginum. mér dauðbrá að sjá þau í dyragættinni því þau koma ALDREI í heimsókn.....hélt að eitthvað hefði komið fyrir! en neinei pabbinn koma bara til að lappa uppá jakob;) keypti nýjan rafgeymi og núna malar hann jakob minn eins og kettlingur þesssi elska
veit einhver um ókeypis/ódýra en jafnframt góða vírusvörn???? ég á nebbla að endunýja Nortonin hjá mér eftir 22 daga og ég er ekki alveg að tíma því ......
DÍSA DIGGS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þokkalega 9,5 !!!!
Þriðjudagur, 24. október 2006
- ég fékk 9,5 fyrir sumarritgerðina mína....ógislega ánægð með það því ég var næstum því búin að gubba af leiðindum þegar ég skilaði henni...þokkalega komin með ógeð
- 9,5 var þokkalega hæsta einkuninn í bekknum
- við eygló vorum að rifja það upp í gær þegar allir voru með orðið "þokkalega" á heilanum
- ég er þokkalega komin með það á heilann núna
- núna er ég að rembast við að gera ritgerð í sérhæfðum lyfjaformum........ þess vegna er ég að blogga núna og skoða öll heimsins blogg ég er svo dugleg
- ritgerðin er um notkun lípósóma til lyfjagjafar í lungu
- ég verð að hryggja ykkur með því að viðurkenna að hún verður ekki birt á þessu bloggi í bráð því ég er ennþá á 1.málsgrein á bls.1......þið verðið bara að bíða spennt!!
- kastljósið áðan var að fjalla um photosjoppaðar myndir í auglýsingum og tímaritum......nákvæmlega eins og í myndbandinu í síðustu bloggfærslu minni
- þetta er sko engin tilviljun skal ég segja ykkur.....
- veit ekki hvar kastljósið væri án mín......
- hvernig líður ykkur að þekkja svona þokkalega influential manneskju??
- á morgun byrjar NAMMIBANNIÐ ógurlega svo að bekkurinn minn verði ekki dæmdur sekur fyrir hvalveiði við strendur Bali í vor
- held að Íslendingar verði komnir með nóg af Green Peace í vor, svo ég ætla nú ekki að vera að bæta á álagið
- þið hafið því fulla heimild til að slá mig utan undir ef þið sjáið mig með nammi......nema náttla að það sé nammidagur
Dísa Diggs
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Muna þetta!!!
Sunnudagur, 22. október 2006
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Getur einhver sagt mér......
Mánudagur, 16. október 2006
af hverju það er alltaf talað um einhleypar konur en einstæðar mæður?
eru mæður á lausu ekki taldar einhleypar því þær geta ekki verið hlaupandi útum allt að leita að karlfélaga? þær geta náttla ekki hlaupið frá börnunum heldur standa þær kyrrar með sínum börnum, s.s. einstæðar.
ok ég er ekki einstæð því ég þarf ekki að standa kyrr með neinum börnum heldur er mér frjálst að hlaupa út um allt því ég er einhleyp (samningaviðræður við hondutúri mennina ganga ekki neitt!!!).
nú ef mér skyldi nú takast að ganga frá samningum við hondutúri mennina og ná mér í bojfrend, þá verð ég ekki lengur einhleyp heldur hvað???
tvíhleyp???
af hverju er fólk ekki kallað það? af hverju ekki?
mér finnst það bara ágætis lýsing á þessu ástandi. kannski má ekki kalla svona fólk tvíhleypur því það er byssa. veit nú reyndar um marga sem myndu ekkert kalla það lygi.
en þegar ég hugsa um að vera tvíhleyp, þá sé ég fyrir mér svona boðhlaup þar sem hægri fótur annars aðilans er bundin við vinstri fót hins aðilans. þá verður að taka ákvörðun um hvert á að hlaupa áður en lagt er af stað og má ekki bara æða þangað sem þér dettur í hug, því þá dettiði bara og þurfið að eyða tíma í að standa upp aftur. getið tapað tíma í boðhlaupinu. communicate!! communicate!!!
en aftur á móti ef þú ert einhleyp, þá geturu hlaupið mun hraðar og þarft ekki að fá samþykki hjá öðrum um hvernig hlaupið á að vera. þá ertu þ.a.l. mun fljótari í mark. hins vegar er kannski mun leiðinlegra og neyðarlegra að detta á rassinn. maður flýtir sér bara standa upp og vonar að enginn hafi tekið eftir þessu. í því tilviki er ef til vill betra að vera tvíhleyp, því þá er einhver til að hlæja að manni sem gerir það að verkum að þetta er ekki nærri því eins neyðarlegt. og það er nú yfirleitt skemmtilegra!!!
mig langar að vera tvíhleyp
Dísa Diggs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bangkok - Bali here I come baby;)
Mánudagur, 9. október 2006
jæja það var Bangkok-Bali sem varð fyrir valinu núna getur maður loksins farið að plana og kynna sér málin almennilega. ohhh ég er svo spennt. shit hvað þetta verður gaman!!!!!! og shit hvað þetta verður dýrt bara flug og hótel kosta tæp 200þúsund...en það kostar að vísu ekki mikið að lifa þarna. við verðum að vera þokkalega dugleg í fjáröflunum í vetur allir að kaupa klósettpappír af mér!!!!!!!
ÉG ER SVO SPENNT AÐ ÉG GET VARLA SETIÐ KYRR
hér eru nokkrar myndir svo þið getið öfundað mig svolítið mikið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Skoðanakönnunin
Föstudagur, 6. október 2006
ég tók út skoðanakönnunina því ég var í þvílíku veseni með hana......djös blog.is
svo ég ætla að gera svona commenta-skoðanakönnun því ég á alveg soldið erfitt með að ákveða hvað ég ætla að kjósa á mánudaginn:
Hvert á bekkurinn minn að fara í útskriftarferð í vor?
1. San Francisco í námsferð og Las Vegas - Hawai í útskriftarferð
2. Bangkok í námsferð og Bali í útskriftarferð
I need your help people!!! ekki væri verra að fá rök fyrir vali ykkar en það er þó alls ekki skylda......
HELP
Dísa Digg með valkvíða
Bloggar | Breytt 7.10.2006 kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
ég er í sæluvímu:):)
Fimmtudagur, 5. október 2006
ég er svo hamingjusöm......mér líður svo vel......ég er með stóra hamingjukúlu í maganum........ í kringum hamingjukúluna flögra fjólublá fiðrildi........brosið svo breitt að munnvikin eru eyrnalokkar.......serótónín og endorfín búin að sprengja öll mín taugamót...........sennilega svona sem manni líður þegar mann prófar dóp........
og af hverju?
ég var að fá langþráðan skammt
my next fix
búin að bíða síðan í vor
loksins
loksins
Dr.McDreamy!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
var að horfa á Grey´s Anatomy, season 3, þætti 1 og 2 ............freshly downloaded
you can call me whatever you want....but this is my drug of choice
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
hurru annars var ég að setja inn skoðanakönnun. það á nebbla að kjósa á mánudaginn hvert við ætlum í útskriftarferð í vor. þið verðið að hjálpa mér að ákveða!!!!!
ALLIR AÐ KJÓSA!!!!!!!!!!
Dísa Diggs
Bloggar | Breytt 6.10.2006 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
hver á þennan bústað? já eða nei?
Miðvikudagur, 4. október 2006
hmm bloggleysi um bústaðarferðina má alls ekki skilja sem svo að það hafi ekki verið gaman! alls ekki!!!! myndirnar í "mínar myndir" sanna mál mitt!!!
heldur er það vegna þess að ég hef verið alveg ótrúlega upptekin við að vera þunn og uppgefin eftir ferðina á milli þess sem ég er upptekin við að þykjast vera að skrifa ritgerð um bjór. svo í raun var helgin bara rannsóknarvinna og ég hef ekki nokkurt samviskubit yfir því að hafa ekkert lært yfir helgina
en ferðin var SNILLD!! við Alla mættum löööngu á undan stelpunum og vorum því orðnar vel blekaðar þegar þær komu. 8 bjórar og góður slatti úr tópasflösku það kvöldið hjá mér.....það var mjöööög gaman!
konný kom snilldargjafir handa okkur. hún gerði steinakalla útgáfu af okkur öllum(sjá myndir), það er ótrúlega flott að sjá hvað hún klikkaði ekki á smáatriðunum og hvað það hefði aldrei verið hægt að rugla styttunum saman því þær voru svo einkennandi fyrir hverja okkar. Konný þú ert SNILLINGUR!!! ef ykkur lýst vel á þessar styttur og viljið láta gera svona fyrir ykkur, þá hafiði bara samband við mig og ég skal redda góðu prísi hjá henni konný minni;););)
kukkan hálf tvö á laugardeginum föttuðum við að við höfðum drukkið alltof mikið áfengi kvöldið áður og þurftum því virkilega að komast í ríkið áður en það lokaði. við brunuðum í borgarnes og hringdum í ríkið í borganesi á leiðinni til að athuga hvort þau gætu beðið eftir okkur. svo þegar við komum þá bönkuðum við í ríkinu og settum upp svona "plís viltu opna fyrir okkur puppylúkk" og góða góða konan afgreiddi okkur þó að klukkan væri orðin 15-20 mín yfir. eitt gott klapp fyrir Emmu í ríkinu í borgarnesi
svo fengum við okkur pizzu á framhjáhaldshótelinu Venus. ojj hvað það er ótrúlega sjöbbí þarna inni!!!! not my idea of a romantic getaway!!!
laugardagskvöldið fór í að borða góðan mat, dekur, drykkju og snilld
takk fyrir mig stelpur...þetta verður pottþétt endurtekið að ári
Dísa Diggs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)