Gleðilegt nýtt ár!
Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Verkefni ykkar á árinu 2008 er að vera eins hamingjusöm og þessi stelpa....
...púkar eins og þessi.....
..en samt stillt eins og þessi....
Knús og koss til ykkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Áramótapartý???????
Fimmtudagur, 6. desember 2007
ég auglýsi hér með eftir áramótapartý!!!
mig langar að djamma um áramótin! en ykkur?
Konný langar þig að halda áramótapartý??
Alla langar þig að halda áramótapartý??
Guðrún langar þig að halda áramótapartý?? nei æ maður á frekar að spyrja Elínu að svona löguðu....
Elín langar þig að halda áramótapartý??
Annars finnst mér að ABA og M&M ættu að íhuga samstarf í tölvupóstarsendingum, svona þar sem M&M sendir sinn póst alltaf 2-3svar sinnum en ABA virðist ekki enn vera búin að ná tökum á því að svara sínum tölvupóstum...... nei bara hugmynd
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Smásaga
Fimmtudagur, 29. nóvember 2007
Einu sinni voru 2 stelpur að leika sér í haga. Þar sem þær hafa orðið fyrir miklu aðkasti nýlega þá vill söguhöfundur halda nafni þeirra leyndu og skulum við því bara kalla þær Diggs og Power. Power hefur aldeilis ekki átt 7 dagana sæla vegna frekju og yfirgangs Diggs. Á kvöldin þegar lagst er til hvílu er Power staðráðin í því að mæta fílelfd til leiks næsta morgun. En málið er að þær vinkonur hafa ekki enn náð samkomulagi um það hvenær sé tími til að fara á fætur Power er alltaf æst í að taka GLind á þetta en Diggs er ekki eins mikið til í það
Það endar því ætíð með því að Diggs sigrar og fær sínu framgengt og eftir situr Power með blóðnasir og marbletti og vaggar fram og til baka eins og rúmenskur munaðarleysingi. Niðurbrotin á hverjum einasta morgni (já eða hádegi eða eitthvað, WHATEVER) lifir hún í voninni að næsti dagur verði hennar. Hún muni sigra á endanum! Þeir sem vilja styrkja þennan vesaling er bent á að hringja í styrktarlínu vesalinga, sem vita greinilega ekki hvenær það er kominn dagur, í síma
866-0322
Nú situr Diggs að lesa lyfjahagfræði og veltir því í leiðinni fyrir sér hvað hún hafi eiginlega gert af sér í fyrra lífi til þess að verðskulda það að vera í svona leiðinlegum kúrsi????
Hefur nokkrum sinnum verið um það bil að æla yfir bókina en hætt við í hvert skipti því þá gengur sennilega ekki vel að selja hana í haust.
Það vill enginn kaupa ælubók!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
el Toro!
Mánudagur, 19. nóvember 2007
haldiði að íbúar stúdentagarðanna(já eða allavega blokkin mín) hafi ekki bara fengið gjöf í dag. Fullan kassa af allskonar drasli frá Toro.. núðlur, pasta, grýtur, sósur, súpur, bollasúpur og royal búðinga(langt síðan mann smakkaði solleiðis;) alveg svona ekta prófamatur sem þarf ekkert að hafa fyrir ég mæli með því að það komi svona sending á hverjum einasta mánudegi til jóla!!! ég er glöð, enda þarf ekki meira en þetta til að gleðja fátækan námsmann....
en ég held að myndarlegi nágranninn minn sé fluttur og það er soldið að skemma þessa Toro vímu mína.... djös nú þarf ég að finna mér nýja ástæðu til að fara fram úr á morgnanna
25 dagar í jólafrí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
sjúkk púkk....
Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
.... erum búnar að halda fyrirlestra fyrir brjálaða unglinga Ég, Eygló og Guðrún Lind héldum nokkra fyrirlestra í FS í dag um stera, fæðubótarefni og eiturlyf. Það gekk bara rosa vel en ég get nú ekkert sagt að ég sé eitthvað æst í að gera þetta aftur
nú er verulega farið að síga á seinni hluta annarinnar og er maður líka VERULEGA farin að finna fyrir því á líkama og sál!!
fengum samt póst í gær frá einum kennaranum okkar um að hann ætli að hætta við ráðstefnuna sem við áttum að halda í lok nóvember(yes!!!) því honum leist bara ekkert á álagið á okkur. Hann sagði víst líka við nokkra úr bekknum að hann ætlaði að taka þetta fyrir á deildarráðsfundi, sem er náttla bara gott mál. En málið er að við munum ekkert græða á því heldur mögulega árið á eftir okkur.....og það bara gagnast mér ekki neitt! Og svo hafði annar kennari orð á því að við værum orðin svo rauðeygð hehe haldiði að það sé ástand á liðinu maður!
hey já svo er Eygló búin að setja inn myndir frá laugardagskvöldinu!! endilega tékkiði á þeim ég virðist bara vera alveg hætt að taka myndir, what´s up with that??
æ ég er farin að sofa
lifið heil
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dow Jones
Mánudagur, 12. nóvember 2007
það er klárt mál að fjárfestingaráðgjafar mínir í framtíðinni verða Eygló og Valdís! plakat með Wentworth Miller, sem er jafn stórt og rúmið mitt er klárlega besta fjárfesting sem hægt er að hugsa sér...þó það hafi þurft að koma með hraðsendingu frá Noregi!!
....þetta var sko alvöru júlluklúbbur á laugardagskvöldinu! að vísu beilaði ég á bænum því ég var bara eitthvað svo búin á því
það var hins vegar ekki eins gaman í bingó með eldri borgurum....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Wanted!!!
Fimmtudagur, 8. nóvember 2007
.....a life
Að vísu erum ég, Erla og Árni að fara í bingó með félögum eldri borgara klukkan 3 á morgun....
.....án gríns!!!!
...........and people say I have no life
kiss kiss
Dísa Bingó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
mmmmmm
Þriðjudagur, 30. október 2007
var að koma af Tapas barnum með bekknum. shit hvað ég er södd! nautakjöt með lakkríssósu, hörpuskel og beikonvafðar döðlur og fleira góðgæti gaman að sitja svona allt kvöldið borðandi og blaðrandi en ekki bara klára matinn á korteri og fara svo eins og maður gerir nú yfirleitt
fór á tónleika með Nýdönsk í gær. Geggjað gaman!!!! var eiginlega búin að gleyma hvað þetta er ótrúlega skemmtileg og góð hljómsveit. Takk Heiður já eða öllu heldur takk Jói fyrir að beila á Heiði þannig að ég fékk að fara í staðinn fyrir þig
sniðugt að svona kærastar séu alltaf að beila svona hægri vinstri! fór einmitt með Djúdjú á leikritið Killer Joe um þarsíðustu helgi af því kærastinn hennar beilaði. múhahaha. mjög fínt leikrit. á samt aldrei eftir að líta kjúklingabita frá KFC sömu augum aftur
svo hélt Sigrún upp á afmælið sitt heima hjá mér á laugardaginn. fondú og fjör fórum í bæinn þar sem var reyndar alltof mikið af fólki svo maður var allstaðar í kremju. en svo sváfu þær allar heima hjá mér í 39 fermetra íbúðinni.....íbúðin var bara ein stór flatsæng hehe en stemmari yfir þessu
á föstudaginn ætlum við Heiður og Kónga að fara að sjá söngleikinn Leg. hlakka rosa til!
....hmm voðalega virðist fátæki námsmaðurinn eiga endalaust mikið af peningum hehe
ooog svo kláraði ég season all kryddið mitt á föstudaginn en það átti að renna út 1.nóv´07. er hægt að biðja um betri nýtingu eða...?
knús Dísa Diggs, ó svo mikil Diggs þessa dagana
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
What does your sign say? ARRRGGG???
Mánudagur, 22. október 2007
Ég er búin að vera að vinna við afgreiðslustörf síðan ég byrjaði að vinna í bensínstöðinni þegar ég var 15 ára. Þegar ég var yngri hafði alveg sjúklega mikla þjónustulund og það fór nákvæmlega ekkert í taugarnar á mér. Það var þá!!
Núna forðast ég það að þurfa eitthvað að þjónusta fólk. Ég bara nenni því ekki!!!!
Þess vegna langar mig að ganga með eftirfarandi skilti framan á mér til þess að sýna fram á að í rauninni blundar í mér rík þjónustulund þó það sé ekki eins augljóst og í gamla daga;
Já þú hefur rétt fyrir þér. Ég hef rangt fyrir mér. Þú ert svo vitur. Ég er svo heimsk. Ég bara brosa já, brosa!!
Takk fyrir að koma 2 mínútum fyrir lokun. Þá get ég frestað því að komast heim, sem mig langar auðvitað alls ekki að gera!! Af hverju ætti mig að langa það?
Gerðu það haltu áfram að hreyta í mig skít og skömmum. Það stendur nú einu sinni "I take shit" á enninu á mér!
Takk fyrir að láta mig hlaupa akkúrat í hinn endann á búðinni til að ná í hlut. Og segja svo þegar ég er komin til baka að þú ætlir líka að fá þetta. Og þetta. Og þetta......sem er líka í hinum endanum. Það er svo gott að fá svona mikla hreyfingu.
Nenniru nokkuð að segja mér ævisöguna þína aftur?? Alla!! Mér fannst hún nefnilega svo athyglisverð í fyrsta skiptið sem þú sagðir mér hana!
Í guðanna bænum vertu ekkert hafa fyrir því að tannbursta þig! Þetta er ekkert svo slæmt. Ég ældi bara smá í munninn á mér, en það er auðvitað bara hægt að kyngja því. Ekkert mál!
Vertu heldur ekkert að fara í sturtu. Ég þarf hvort eð er ekkert að anda á meðan ég afgreiði þig.
Það er svo frábært þegar þú kallar, flautar og bankar í borðið svo ég afgreiði þig strax, en ert svo u.þ.b. ársfjórðung að ákveða hvað þú ætlar að kaupa.
Að sjálfsögðu er það ÉG sem ákveð verðið á öllu! Og að sjálfsögðu er það ÉG sem held svo áfram að hækka þetta verð! En ég geri það einungis til að geta heyrt nöldrið í þér í hvert sinn sem þú kemur. Ég lifi fyrir það. Það er eins og fuglasöngur í mínum eyrum. Og veistu, ÉG stjórna líka öllum hækkunum í þjóðfélaginu. Jebb! Fyrirgefðu mér, fyrirgefðu!!
kveðja, Pirr.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
How to look good naked!!!!
Miðvikudagur, 17. október 2007
ok mér finnst þetta skemmtilegir þættir!
En það er samt eitt sem ég skil ekki. Þarna eru alltaf konur sem eru svo óánægðar með líkama sinn að þær fara að grenja þegar þær líta í spegil. Eins og konan sem var í þættinum í kvöld sagðist skammast sín fyrir að vera nakin fyrir framan manninn sinn. En hún er samt tilbúin til að vera nakin í sjónvarpinu fyrir framan milljón manns
En ok þetta er náttla bara hennar leið til að reyna að komast yfir þetta og ég er alls ekki að efast um að henni líði illa því það sást alveg á henni að sjálfstraustið var ekki upp á marga fiska. En það sýnir manni bara hvað það skiptir miklu máli hvernig maður hugsar. Ég bara skil ekki yfir hverju þessi kona var að væla því ég væri mjög mikið til í að hafa hennar líkama. Akkuru vill maður alltaf það sem hefur ekki og vill svo ekki það sem maður hefur??
ooog það var gerð svona óformleg rannsókn á kremum við appelsínuhúð og viti menn, þau virka ekki jack shit!!! mig grunaði það nú líka
En já annars allt gott að frétta bara.
Verkefni um lyfjafræðilega umsjá fyrir lyfjahagfræði.......ekki skemmtilegt.
Wikipedia verkefni um ergot alkalóíða fyrir lyfjahönnun........ennþá meira ekki skemmtilegt.
hey en það var skemmtilegt á októberfest um helgina
Ég gleymdi nú myndavélinni heima en það má sjá stemninguna á myndasíðunum hjá Gugu og Kötlu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)