update...

sumarbústaðarferðin um síðustu helgi var geggjuð :) enda erum við svo ógeðslega skemmtilegar Grin

sumarbústaður

 

brjálað að gera í verkefnum núna, er ekki alveg að nenna því. kemur á óvart!! ég er sennilega latasta manneskjan á landinu. æ gott að vera bestur í einhverju;)

bekkurinn ætlar á októberfest á morgunWizard 

nenni ekki að blogga meira, enda ekki við öðru að búast frá lötustu manneskju landsins!

HeartHeartHeart

p.s. ég auglýsi enn eftir ástarbréfi!


ohhhhh......

........það var ekkert ástarbréf til mín í póstkassanum mínum í kvöldAngry

damn itAngry


Lokaspretturinn!!!!!!

 Soldið ljúft, soldið stórt, soldið fullorðins en þó mest mest shittafokkUndecided

Var að skila inn eftirfarandi bréfi.

 

 

Til deildarráðs lyfjafræðideildar

 

 

                                                                                                                                30. 9. 2007

 

Ég undirrituð Eydís Huld Helgadóttir óska eftir því að vinna að eftirfarandi meistaraverkefni á vormisseri 2008.

 

Meistaraverkefni: Munnlausnartöflur sem innihalda mónókaprín

 

Leiðbeinendur: Þórdís Kristmundsdóttir prófessor og Skúli Skúlason lyfjafræðingur

 

Rannsóknir hafa sýnt að ýmis fituefni, fitualkohólar og glýceríð af þeim eru mjög virk gegn veirum og bakteríum. Ýmsir kostir væru við það að nota fituefni, fitusýrur og mónóglýceríða til meðhöndlunar á sýkingum í stað hefðbundinna sýklalyfja. Ólíklegt er að bakteríur/veirur/sveppir myndi ónæmi gegn þeim, þau eru ekki líkleg til að valda ertingu eða öðrum eituráhrifum í slímhimnum líkamans, þar sem þau eru náttúruleg efni sem losna í miklu magni úr fituefnum mjólkur í maga og þörmum ungbarna.

Markmið þessarar rannsóknar er að þróa munnlausnartöflur sem innihalda mónóglýceríðíð mónókaprín sem virkt efni í þeim tilgangi að nota megi við sýkingum í munnholi og hálsi.  Til greina kemur að blanda saman fleiri virkum lípíðum (mónólárin, lárínsýru) í sama lyfjaformið.

Sem burðarefni í töflurnar verða notaðar fjölliður sem loða við slímhúð (bioadhesive) en notkun þeirra hefur ýmsa kosti, einkum þann að tryggja langan snertitíma lyfjaformsins. Þær fjölliður sem verða kannaðar sem burðarefni eru Carbopol fjölliður svo og ýmsar afleiður af cellulósu (HPMC, NaCMC). Könnuð verða áhrif samsetningar taflnanna (gerð og hlutfall fjölliðu svo og önnur hjálparefni) og framleiðsluaðferðar (beinn sláttur, þurrkyrning, votkyrning, steypun) á eiginleika þeirra (hörku, sundrun, þyngdardreifingu)  svo og viðloðun við slímhúð.  Losun virka efnisins í gervimunnvatnslausn verður könnuð.

 

Virðingarfyllst,

 

Eydís Huld Helgadóttir


What the fuck kom fyrir Ken????

fór með Kóngu í Kringluna um daginn. Fórum í dótabúð því Kónga var að leita að leita að afmælisgjöf og að sjálfsögðu fór ég beint að skoða barbie dótið. Hafiði tekið eftir því hvað Ken er orðin mega hallærislegur?? er ekki verið að djóka með hárið á dúddanum??? það er viðbjóður! get ekki einu sinni lýst því. og þetta er maðurinn sem ég hef miðað alla karlmenn við síðan ég fór að hafa vit á þvíWoundering  þarf greinilega algjörlega að endurskoða mína afstöðu til flestra karlmanna sem ég hef hitt á ævinni og mun hitta seinna meir! ég meina fyrst viðmiðið er orðið svona gífurlega mikil vonbrigði sé ég nú ekki fram á annað en góssentíð í þessum málum skal ég segja ykkurWink tala nú ekki um eftir nokkur rauðvínsglös sem planið er að sötra á með/eftir AGALEGA máltíð í Fornhaganum í kvöldTounge 

Ég er viss um að Barbie er orðin lesbía! það getur ekki verið að hún taki þátt í þessu!!!

Ég er bara alveg miður mín yfir þessuBlush


Stinni Stuð

....skólinn byrjaður aftur. Veit ekki alveg hvað mér finnst um það...nenni ekki að læra.

....búin að fá nýju tölvuna mínaSmile hún er rauðGrin

....fór til London 23.-27.ágúst. það var brilliant!!! Simmi var að fara og ég ákvað að fara með nema ég sagði Heiði og Jóa ekki frá því, birtist bara á tröppunum hjá þeim. Verslaði heilan helling af fötum, aðallega boli og peysur. Fórum í Covent Garden, Camden, Science Museum, Hyde Park og aðra parka, hverfispöbbinn og aðra pöbba og margt fleira. alveg agalega gaman hjá okkur eins og sjá má á myndunum;)

...og parið sem var alltaf saman í sturtu er flutt útWizard LOKSINS get ég sest á klósettið án þess að eiga í hættu á að heyra að einhver hafi verið óþæg o.s.frv. þúst ég er ekkert á móti því pör séu agalega ástfangin og allt það en common!!!!! þegar þú býrð í fjölbýli og baðglugginn í INNÍ sturtunni sjálfri.....yeah!

jæja sofa núna, skóli á morgun


STOLIÐ!!!

mér finnst nýja lagið með Védísi Hervör, It´s a beautiful life, mjög fínt lag en mér finnst það líka alveg svakalega mikið stolið! viðlagið er alveg eins gamla Ace of Base lagið sem heitir einmitt líka It´s a beautiful life, nema það er bara með hraðari takti. Svo finnst mér restin af laginu (s.s. það sem er ekki kallað viðlag heldur??), það er eins og lagið "put your records on" sem ég man ekki alveg hver syngur(girl put your records on, show me your favourite songs.....). anyways þá finnst mér byrjunin á "ekki viðlaginu" hjá Védísi vera alveg eins og "ekki viðlagið "í þessu lagi og ég fer alltaf að syngja með; "two little birds, sat on my window. and they told me I don´t need to worry....)

fjúff varð bara að koma þessu frá mérWhistling

ooog svo er nýja sálarlagið líka soldið mikið stolið en það er reyndar kannski allt í lagi þar sem þeir teygja sig nú bara í sína eigin vasa. þetta lag svo mikið samansull af síðustu ca. 7 sálarlögum að ég skil eiginlega ekki af hverju þeir endurútgáfu þau ekki bara heldur en að vera að þessari endurvinnslu!

jamm ég hef s.s. eitthvað voða lítið til að blogga um þessa dagana þó svo að þetta sumar hafi nú bara verið voðalega fínt og ég trúi eiginlega ekki að það sé að verða búið. það var að byrja!! 

heyrðu jú ég er búin að setja inn nokkur myndbönd frá Bangkok og Balí, þess ber þó að geta að gæði þessara myndbanda er ekki uppá marga fiska enda er það hugurinn sem gildir!!!!

ást og friður

Dísa Diggs

 


smá update....

ég var búin að gleyma lykilorðinu inn á þessa síðu...tekur greinilega bara 18 daga fyrir mig að gleyma svoleiðis hlutum.....en ég reddaði þessu krakkar

það var rosa gaman á LungA á Seyðisfirði um síðustu helgi, búin að setja inn myndir 

við Djúdjú erum svo agalega miklir rokkarar að við sátum á gólfinu og töluðum um megrun þegar Mínus var að spilaTounge  fínt að hlusta á 2-3 lög með þeim en ekki meira......en Jeff Who og Trabant voru mjög góðir og það var nú alveg þess virði að fara á tónleikana og sjá þá;)

mér er líka loksins búið að takast að setja inn myndirnar úr brúðkaupinuhjá Aðalheiði og Eyþóri, það tókst eftir ágætis stríð við tölvuna mína. hún er búin að vera extra leiðinleg við mig eftir að ég fór að leita mér að annarri tölvu. maður á kannski ekki að nota greyið tölvuna þegar maður er að halda framhjá henni....nota framvegis aðra tölvu til að leita mér að nýrri tölvu.

fimmtudagar eru orðnir sérstakir óhappadagar hjá mér núna og það er spurning um að vera bara ekkert að fara út úr húsi á þeim dögum....allavega ekki mæta í vinnu

...þarsíðasta fimmtudag tókst mér að sprengja 2 dekk á bílnum mínum á leiðinni í vinnuna. keyrði uppá kant og beyglaði felgurnar svo mikið að það lak allt loft úr dekkjunum (þannig að tæknilega séð sprungu þau víst ekki). maður á víst ekki að borða morgunmat í bílnumBlush

...síðasta fimmtudag var keyrt aftan á mig á leiðinni í vinnuna. það var EKKI mér að kenna!! var búin að borða morgunmatinn! stelpugreyið sem keyrði var alveg í sjokki yfir þessu en eina sem ég hugsaði var: "æ dí hvað ég nenni þessu ekki!! ég er að verða of sein í vinnuna!!" en þetta reddaðist nú allt saman...sást varla á honum Jakobi mínum...þarf nú meira en þetta til þess að stuða hann þessa elskuInLove  ég á aldrei eftir að geta selt hann því við erum tengd órjúfanlegum böndum. reyndar segja sumir að ástæðan fyrir því að ég eigi aldrei eftir að geta selt hann sé sú að það myndi enginn kaupa hann. en það er nú bara afbrýðisemi í fólki!!! 

ooooog ég er að fara á þjóðhátíð í Eyjum um verslóGrin með Guðrúnu og ElínuGrinjibbíGrinjibbíGrin

ást og friður

Dísa Diggs


hádí

ég er á lífi!

náði LOKSINS að setja inn myndir frá Bangkok og BaliGrin  tékkiði á þeim í "myndirnar mínar!!!" hérna til vinstri.

brúðkaupið  hjá Aðalheiði og Eyþóri var á laugardaginn. ekkert smá fallegt og skemmtilegt allt saman. mar verður nú að gera þetta oftar!!! agalega gaman!   gekk bara nokkuð vel að syngja í kirkjunni. var soldið stressuð í fyrra laginu og röddin titraði soldið fyrst en reddaðist samt alveg. en seinna lagið, love me tender, tókst nú bara nokkuð vel. var eiginlega bara ekkert stressuð að syngja það og naut mín í botnWink

reyni að setja inn myndir úr brúðkaupinu á morgun...

jæja best að fara að hringa í Nancy Sinatra og segja henni að það var ekki ég sem lét vin okkar fá símanúmerið hjá henniWink

 

knús Dísa Diggs


"fjósalyktin er af honum! I LOVE IT!!!"

ég fór í gönguferð í góða veðrinu áðan og stóð sjálfa mig að því að horfa inn um alla glugga sem buðu uppá það........ég held ég sé pervertFootinMouth

þegar ég var að nálgast blokkina mína á heimleiðinni, fann ég alveg svakalega fjósalykt!! það er eitthvað svo skemmtilegt við það að búa í 101 Reykjavík-CAPITAL-city of Æsland og vera að kafna úr fjósalyktCool

mér leiðist svakalega þessa dagana því það eru nær allir vinir mínir í útlöndum eða úti á landi. ég er farin að tala sífellt meira og meira við sjálfa migBlush .....

.....en það er nú allt í lagi því ég er hvort eð er langskemmtilegust af öllum þessum vinum sem eru vanir að skemmta mér og hafa ofan af fyrir mérWink 

 

kysstu mig sæti!

DSC01488


Bangkok og Bali;)

 

 

DSC01091Ferðasaga já, það verður víst að koma með eina svoleiðis er það ekki? Það er bara svo erfitt að ætla að fara að lýsa andrúmsloftinu í orðum. Langar oft bara að vera með svona myndavél í augunum og ritara sem punktar niður hugsanir mínar svo maður geti sagt almennilega frá hvernig var. En það verður einhver bið á að myndirnar komi inná myndasíðuna því tölvan mín er í einhverju fokki eins og alltaf.

En hvernig var? Já það var mjög gamanGrin Ótrúlega heitt og mikill raki í loftinu. Það var frekar erfitt að vera að flækjast um allan bæ og skoða fyrirtæki þegar allir voru gjörsamlega að leka niður af hita. Þurftum í þokkabót að þykjast vera eitthvað gáfuleg og spyrja vitsmunalegra spurninga. Það gekk nú allt í lagi en ég held ég muni alltaf sjá eftir spurningunni sem ég spurði í síðasta fyrirtækinu. Það voru flestir alveg skelþunnir í þeirri ferð og því voru allir rosalega mikið að passa sig að vera ekki fremstir, brosa kurteisislega og kinka kolli og passa sig að augun lokist ekki fyrir framan gestgjafana. Það var eitthvað svo hljótt og vandræðalegt þarna inni svo ég ákvað að skjóta inn einni ómerkilegri spurningu. Oooog shit hvað ég hefði ekki átt að gera það því gellan blaðraði stanslaust í 20 mínútur!!!! Óbærilegur hiti, þynnka og tælendingur sem talar ekkert svo svakalega góða ensku í 20 mínútur......krakkarnir börðust gjörsamlega við það að líta út fyrir að vera áhugasöm á milli þess sem ég fékk miður falleg augnarráð...meira að segja frá kennaranum okkar....sorry guysBlush

Fyrirtækjaheimsóknirnar voru fínar og það er ekki hægt að segja annað en að tælendingar séu alveg ótrúlega gestrisnir og vingjarnlegir. Við vorum farin að segja please og thank you í annarri hverri setningu því okkur fannst við svo agalega dónaleg miðað við þau. Algjör krútt.

Maturinn þarna var mjög misjafnlega góður. Yfirleitt valdi maður sér nú bara eitthvað sem maður kannaðist örlítið við en stundum var það bara ekki í boði eins og t.d. þegar fyrirtækin buðu okkur í mat. Þá heyrðist vanalega: "vitiði hvað við erum að borða???" svarið við þessu var yfirleitt nei en á endanum vorum við bara farin að borða þetta með bestu lyst (ok kannski ekki alveg bestu lyst;). Svo fannst mér svo fyndið í þessum matarboðum og reyndar víðar, þegar við vorum að tala um Ísland þá vorum við soldið farin að hljóma eins og Thule-auglýsing...bara fyndið! You know in Iceland.......

Við fengum alveg hryllilega leiðinlegan farastjóra sem fór með okkur í nokkrar ferðir í Bangkok og um kring. Hann heitir fbgljkhdsigjh á tælensku en við máttum kalla hann Peter. Við kölluðum hann hins vegar Re-Peter því hann hafði þann svakalega leiðinlega ávana að endurtaka alltaf allt sem hann sagði, sem var yfirleitt ekki merkilegt þegar hann sagði það í fyrsta skiptið hvað þá í annað sinn! En hann fór bara með okkur á staði þar sem við áttum að kaupa eitthvað og var hægt að græða eitthvað á okkur. Þurftum í raun sjálf að fara á túristastaði eins og grand palace, sem ekki var hægt að græða eins mikið á okkur. Fáránlegt!! Fór t.d. með okkur í gimsteinaverksmiðju, sem var mjög flott og ég keypti mér hálsmen úr hvítagulli með 6 rúbínsteinum á 4000kr. Þegar við komum svo aftur útí rútu þá sagði hann "thank you for supporting the thai economy", hehe sýnir alveg hvernig hann hugsaði.

En hann kenndi okkur líka margt nytsamlegt eins og t.d. að horfa bara í hornið á peningunum til þess að sjá hvað þetta er mikill peningur. Ef það stendur 1000 í horninu þá er þetta.....1000 baht!! svona er þetta sniðugt!

Svo fór hann með okkur í rósagarðinn þar sem við fengum VIÐBJÓÐSLEGAN mat og fórum á svo svakalega leiðinlega sýningu að við skriðum ælandi út! Það eina sem reddaði þessari rósagarðsferð var að það var alveg rosalega fallegt þarna og svo sáum við fílasýningu. Vissuð þið að hæð fíls er nákvæmlega 2 sinnum ummál fóta hans??

Hey og svo fór ég fór á fílsbak!!!! Svaka skemmtilegt;)

Fórum líka á floating market. Það var mjög gaman.

DSC01109 

 

 

 

 

 

 

 DSC01123

 

 

 

 

 

 

 

Bangkok er svo kreisí borg að maður verður alveg uppgefin á að labba eftir götum hennar. Ótrúlega þröngt og mikið af fólki alls staðar. Maður þarf að vera svo vel vakandi eitthvað. Svo gerir hitinn, rakinn og lyktin líka sitt. Og sölufólkið....O MÆ GOD.  Það má ekki benda á neitt. Ekki horfa á neitt of lengi. Ekki ná augnsambandi við neinn. Ef þú gerir eitthvað af þessu getur það tekið þig korter að losa þig við viðkomandi því hann gjörsamlega ætlar að selja þér eitthvað og græða af hvíta, ríka túristanum. Svo bjóða þeir manni alltaf fáránlega hátt verð fyrst sem er svona 300-500% hærra en þú borgar svo fyrir í lokin, þ.e.a.s. ef þú ert góður í að prútta og djöfull var ég orðin góð í því maður!!!!! Iss það var  farið að spyrjast út hvað ég var óvægin við þau. Múhaha.

En það sem fór mest í taugarnar á mér voru gaurarnir sem voru að selja sex show. Það var alltaf einn á svona 5 metra fresti með spjald yfir hvað væri vinsælast og hvað það kostaði. Það sem var það heitasta var "ping-pong" show!! Ojjj ojjj ojjj!!! Lít ég virkilega út fyrir að vera æst í einhversskonar borðtennis????

 

Þegar við komum til Bali, tók við kærkomin hvíld. Sundlaugargarðurinn á hótelinu var algert himnaríki og fátt yndislegra en að sóla sig í sundlauginni og fá ferska ávexti á silfurfati;) þar var loftslagið líka mun betra því þar var alltaf smá hafgola sem var MJÖG  gott!! þar var að vísu líka mikið áreiti á götunni en það voru aðallega leigubílstjórarnir sem voru alltof duglegir að láta vita af sér. Það er bara alltof alltof mikið af þeim þarna og væri ég alveg til í að flytja eins helminginn af þeim í miðbæ reykjavíkur um helgar. Ekki veitir af. svo voru þeir og fleiri stráktittar alltaf kallandi á eftir manni og ég er viss um að þeir vissu ekkert hvað þeir voru að segja. "hello darling" "hello Sweetie" "I love you" "I need you" "I miss you" "ohh beautiful" "hey Spice girls" " Charlies Angels". Við leiddum þetta að sjálfsögðu bara hjá okkur en í síðasta skiptið sem við löbbuðum uppá hótel þá ákváðum við að svara þeim. Þeir fóru að sjálfsögðu langflestir í kleinu og vissu ekkert hvað þeir áttu að segja. Hehe;)

En á Bali var basically bara legið í sólinni á daginn og svo eitthvað djammað á kvöldin. Jú og líka farið fínt út að borða og svona. Fórum á einn marókóskan veitingastað sem var geggjaður. Og líka veitingastaður sem heitir Poppies, ekkert smá kósí staður. Fórum 2svar þangað með hópnum og svo fórum við eygló og gugu einu sinni bara þrjár. það var auðvitað rómó kvöld hjá okkur eins og öllum hinum pörunum;)

Fórum í nokkrar ferðir með leiðsögumanninum okkar honum Sudiana, sem virtist vera heitur fyrir öllum þeim stelpum í hópnum sem töluðu við hann;) skoðuðum okkur um á eyjunni og fórum æðislega strönd sem heitir dreamland. Að vísu sat ég mest í skugganum þann dag því ég var svo brennd:/

DSC01380

 

Þetta er við Kintamani eldfjallið á Bali.

 

 

 

 

 

 

 

Ég keypti sjúklega mikið af glingri og þá sérstaklega eyrnalokkaHaloeinnig gæti ég sennilega komið mér upp eins og einni dvd leigu því ég keypti svo mikið af kópíum. Kostuðu bara svona 50 kall maður!!

Í ferðinni fæddust að sjálfsögðu margir frábærir frasar sem eru því miður mis blogghæfir. "I´ve got the djúdjú" hefur til dæmis mikla þýðingu fyrir okkur stelpurnar í ground zero (herbergið okkar var á núlltu hæð).

En í Ground Zero voru líka fullt af gæludýrum. Litla eðlan sem kom á degi 2 var að sjálfsögðu nefnd GuguLind og vorum við glaðar að hafa hana þarna með okkur. En svo þegar Mási mús vakti mig þegar hann var að klára pizzuafganganna okkar var ég nú ekki eins glöð. Restin af nóttinni fór í reyna að veiða Mása i gildru, sem tókst aldrei. Svo við lögðum okkur bara á sólbekkjunum. Höfum aldrei náð svona góðum bekkjum maður!!!

Svo síðasta kvöldið var komin önnur eðla í herbergið okkar. Þessi gaf frá sér þessi líka svakalegu mökunarhljóð að það var ekki hægt að sofa.

Lag ferðarinnar var tvímælalaust I´m bringing sexy back. Það lag var sungið á hverjum einasta degi!!!!

Gunni byrjaði á því að fá sér ópal skot klukkan sex um morguninn á leifsstöð. Hann var nefnilega í prógrammi sem heitir "úr leifstöð í leifstöð - og veit ekki hvernig". Hann stóð sig vel!!!  Fleiri einstaklingsslúður verða á boðstólnum í næsta saumó;) hver ætlar að halda næsta, stelpur???

En já, þrátt fyrir djöfullega magakveisu síðustu dagana þá var þetta bara þrælskemmtileg ferð og ég er ekki frá því að ég sakni bara roomie-anna minna.  

DSC01447

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hafði það líka svakalega gott hjá Ástu, Áma og Elsu Björg. Gaman að hafa heimsótt þau í svíaríkið.

Heimferðin var nú bara rugl frá A-Ö. Ég náði ekki lest frá Svíþjóð nógu snemma og sú lest sem ég tók, stoppaði í óratíma í Malmö sem gerði það að verkum að ég mætti of seint á flugvöllinn. Mætti í check-in tæplega klukkutíma fyrir brottför og var sú síðasta að tékka mig inn í vélina. En stelpan í check-in fann ekki bókunarnúmerið mitt og þurfti að bíða í svona korter til að fá grænt ljós á að hleypa mér í gegn. Svo þurfti ég að bíða og bíða hjá einhverju service -deski til þess að borga yfirvigtina sem ég var með. Loksins þegar einhver kom að afgreiða mig þar, fann hún að sjálfsögðu ekki heldur bókunarnúmerið mitt svo það endaði með því að ég fékk að sleppa því að borga því ég gat ekki beðið lengur.

Hljóp svo um allan flugvöllinn þveran og endilangan og klessti meira að segja á einhverja aumingja konu með vagninum mínum, sem haltraði í burtu eftir áreksturinn...undskyld:/  tróð mér fremst í vökvaleitunar-röðina og hljóp svo sveitt í vélina því hún átti að fara eftir 5 mínútur. Heyrðu svo þegar ég loksins kom að hliðinu þá var fólk rétt að byrja að labba inn!!! Seinkun á vélinni....hvernig hefði verið að láta mig vita???en svo kem ég loksins inní vél og er í sæti 1A. En það er ekkert sæti 1A í vélinni! Klósettið er þar!! Hmm ég átti bara að bíða og finna mér sæti þegar allir voru sestir. Ok allt í þessu fína.

Nema þá kemur starfsfólk flugvallarins inní vélina og segir að það sé einhver hér inni í vitlausri vél því það sé einn rangur boarding pass í bunkanum. Þá lít ég aftur í vélina og hugsa hvaða fífl það sé nú sem hefur farið í vitlausa vél og er að tefja okkur enn frekar..... þá segir konan við mig: "miss your plain to amsterdam is leaving!"

Ha??????

 "see your boarding pass says you´re going to amsterdam and you have to hurry"

What???

 "hurry hurry you´re missing your plain to amsterdam" 

uhhh no no no I´m going to Iceland. 

"No no come with me."

No I´m going to Iceland!!

"are your sure?"

jebb!!!!!!!!!!!!!!!!!

Gellan í check-in hafði sem sagt bókað mig í flug til amsterdam!!! Ég komst þó með þessari vél til Íslands en það sama er ekki hægt að segja  um farangurinn minn. Hann fór til Amsterdam!! Fékk hann daginn eftir;)

 

Shitt hvað þetta er langt blogg!! Eins gott að ég fái fullt af kommentum!

 

Knús Dísa


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband